DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA

Hundruðir gesta heimsækja Réttinn daglega og við sendum einnig mat út til fyrirtækja í Reykjanesbæ.
19 Apr, 2024
Rétturinn óskar eftir því að ráða matreiðslumann/meistara í fullt starf virka daga frá kl. 08:00-16:00. Um framtíðarstarf er að ræða á fjölskylduvænum vinnustað í hjarta Reykjanesbæjar. Helstu verkefni og ábyrgð Matreiðsla Innkaup Matseðlagerð Afgreiða mat í hádegi Góður leiðtogi Geta unnið vel í hóp Menntunar- og hæfniskröfur Sveinsbréf í matreiðslu Æskilegt að viðkomandi hafi lokið meistaraskólanum. Fríðindi í starfi: Já Umsóknir sendist á netfangið: maggi@retturinn.is Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma: 898-6997 Rétturinn býður upp á vandaðan heimilsmat í hádeginu alla virka daga. Hundruðir gesta heimsækja Réttinn daglega og við sendum einnig mat út til fyrirtækja í Reykjanesbæ.
17 Sep, 2023
Körfuboltatímabilið er að hefjast nú þegar fótboltasumrinu er við það að ljúka. Rétturinn framlengdi nýverið samstarfs- og styrktarsamningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Rétturinn og Njarðvík hafa nú starfað saman til fjölda ára en við á Réttinum erum einkar stolt af því að geta veitt íþróttalífinu á Suðurnesjum okkar liðsinnni. Það var Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sem leit við hjá okkur í vikunni þegar við endurnýjuðum samninginn við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Baráttukveðjur inn í komandi leiktíð - áfram íþróttir!
10 May, 2023
Við hjá Réttinum höfum framlengt samstarfssamningi okkar við Knattspyrnudeild Njarðvíkur en Ingi Þór Þórisson rekstrarstjóri leit við hjá okkur á dögunum þar sem nýtt blek var sett á blað með þeim grænu. Njarðvíkingar eru komnir af stað í Lengjudeildinni og gerðu þar 1-1 jafntefli í fyrstu umferð við Gróttu en á morgun er komið að fyrsta heimaleiknum og þá er vissara að hafa holla og góða næringu í kroppnum frá Réttinum. Gangi ykkur vel í baráttunni í sumar. Áfram íþróttir!
29 Mar, 2023
Við hjá Réttinum höfum framlengt samstarfssamningi okkar við Knattspyrnudeild Reynis í Sandgerði. Andri Þór Ólafsson formaður deildarinnar leit við hjá okkur á dögunum þar sem lagt var á ráðin fyrir sumarið. Boltasumarið er handan við hornið þar sem Reynismenn taka slaginn í 3. deild en Íslandsmótið hjá þeim hefst þann 6. maí á Blue-vellinum í Sandgerði. Gangi ykkur vel í baráttunni í sumar. Áfram íþróttir!
Nýr samningur við Knattspyrnudeild Keflavíkur
13 Mar, 2023
Átökin í fótboltanum eru hafin, undirbúningsmótin á fullu og senn líður að því að Besta-deildin fari í gang. Rétturinn og knattspyrnudeild Keflavíkur gerðu þar af leiðandi með sér nýjan samstarfs- og styrktarsamning fyrir komandi fótboltavertíð. Nýr framkvæmdastjóri deildarinnar Ragnar Aron Ragnarsson leit við hjá okkur nýverið þar sem nýji samningurinn var blekfestur. Ragnari leist vel á komandi tímabil en í sumar leika karlalið og kvennalið Keflavíkur í Bestu-deildinni. Keflavíkur karlar hefja leik í sumar gegn Fylki á útivelli og Keflavíkurkonur mæta Tindastól líka á útivelli í fyrstu umferð. Gangi ykkur vel í baráttunni í sumar. Áfram íþróttir!
Nýtt samstarf við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur undirritað
25 Aug, 2022
Nú fer boltinn að rúlla á nýjan leik í körfunni og því gerðum við á Réttinum nýjan samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Kristín Örlygsdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur leit við hjá okkur á dögunum þar sem nýtt samstarf var innsiglað. Njarðvíkingar áttu öflugan vetur að baki þar sem kvennaliðið varð Íslandsmeistari og karlaliðið varð deildar- og bikarmeistari. Við hjá Réttinum erum stolt af því að styðja við íþróttastarf á Suðurnesjum - gangi ykkur vel í Subwaydeildunum í vetur!
17 Aug, 2022
Vinir okkar hjá Björgunarsveitinni Suðurnes litu við á dögunum með þakkarbréf. Félagar í björgunarsveitinni stóðu Hálendisvakt dagana 24.-31. júlí og við á Réttinum tókum þátt í verkefninu með sveitinni. Bjarni Rúnar Bjarnason leit nýverið við hjá okkur á Réttinum og kom með þakkarskjal fyrir samstarfið. Björgunarsveitirnar eru sveitir í þágu þjóðar - takk fyrir ykkar öfluga starf! 
Sumarleyfi starfsmanna 2022
25 Jul, 2022
Kæru viðskiptavinir, Dagana 29. júlí - 5. ágúst verður lokað í matsal á Réttinum vegna sumarleyfa starfsmanna. Við á Réttinum opnum svo aftur 8. ágúst endurnærð eftir sumarleyfin. Nánari upplýsingar á retturinn@retturinn.is
Rétturinn heldur áfram að aðstoða Suðurnesjaliðin við undirbúning sinn fyrir komandi knattspyrnusuma
11 Feb, 2022
Rétturinn heldur áfram að aðstoða Suðurnesjaliðin við undirbúning sinn fyrir komandi knattspyrnusumar. Nýverið leit Sigursveinn Bjarni Jónsson formaður Knattspyrnudeildar Reynis við hjá okkur þar sem við gerðum með okkur nýtt og öflugt samstarf á milli Réttarins og Reynis.
Samningur við knattspyrnudeild Njarðvíkur
07 Feb, 2022
Nýr og ferskur samningur við knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur verið festur á blað fyrir komandi átök í fótboltanum í sumar.
Fleiri fréttir
Share by: