DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA

maí 10, 2023

Endurnýjaður samningur við Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Endurnýjaður samningur við Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Við hjá Réttinum höfum framlengt samstarfssamningi okkar við Knattspyrnudeild Njarðvíkur en Ingi Þór Þórisson rekstrarstjóri leit við hjá okkur á dögunum þar sem nýtt blek var sett á blað með þeim grænu.


Njarðvíkingar eru komnir af stað í Lengjudeildinni og gerðu þar 1-1 jafntefli í fyrstu umferð við Gróttu en á morgun er komið að fyrsta heimaleiknum og þá er vissara að hafa holla og góða næringu í kroppnum frá Réttinum.


Gangi ykkur vel í baráttunni í sumar. Áfram íþróttir!

Kryddaðu tilveru vina þinna

Fleiri fréttir


Hundruðir gesta heimsækja Réttinn daglega og við sendum einnig mat út til fyrirtækja í Reykjanesbæ.
19 Apr, 2024
Rétturinn óskar eftir því að ráða matreiðslumann/meistara í fullt starf virka daga frá kl. 08:00-16:00. Um framtíðarstarf er að ræða á fjölskylduvænum vinnustað í hjarta Reykjanesbæjar. Helstu verkefni og ábyrgð Matreiðsla Innkaup Matseðlagerð Afgreiða mat í hádegi Góður leiðtogi Geta unnið vel í hóp Menntunar- og hæfniskröfur Sveinsbréf í matreiðslu Æskilegt að viðkomandi hafi lokið meistaraskólanum. Fríðindi í starfi: Já Umsóknir sendist á netfangið: maggi@retturinn.is Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma: 898-6997 Rétturinn býður upp á vandaðan heimilsmat í hádeginu alla virka daga. Hundruðir gesta heimsækja Réttinn daglega og við sendum einnig mat út til fyrirtækja í Reykjanesbæ.
17 Sep, 2023
Körfuboltatímabilið er að hefjast nú þegar fótboltasumrinu er við það að ljúka. Rétturinn framlengdi nýverið samstarfs- og styrktarsamningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Rétturinn og Njarðvík hafa nú starfað saman til fjölda ára en við á Réttinum erum einkar stolt af því að geta veitt íþróttalífinu á Suðurnesjum okkar liðsinnni. Það var Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sem leit við hjá okkur í vikunni þegar við endurnýjuðum samninginn við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Baráttukveðjur inn í komandi leiktíð - áfram íþróttir!
Fleiri færslur
Share by: