DASSS AF KRYDDI Í TILVERUNA

feb. 07, 2022

Nýr samningur við Knattspyrnudeild Njarðvíkur

Nýr samningur við Knattspyrnudeild  Njarðvíkur

Nýr og ferskur samningur við knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur verið festur á blað fyrir komandi átök í fótboltanum í sumar. Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Njarðvíkur kom í heimsókn fyrir skemmstu þar sem gengið var frá nýja samningnum.

Undirbúningsmótin eru í fullum gangi og Njarðvíkingar ætla sér mikla og góða hluti í 2. deild á komandi leiktíð. Við treystum því að Njarðvíkingar selji sig dýrt í sumar.


Íþróttir efla alla dáð... með réttu næringunni

Kryddaðu tilveru vina þinna

Fleiri fréttir


Hundruðir gesta heimsækja Réttinn daglega og við sendum einnig mat út til fyrirtækja í Reykjanesbæ.
19 Apr, 2024
Rétturinn óskar eftir því að ráða matreiðslumann/meistara í fullt starf virka daga frá kl. 08:00-16:00. Um framtíðarstarf er að ræða á fjölskylduvænum vinnustað í hjarta Reykjanesbæjar. Helstu verkefni og ábyrgð Matreiðsla Innkaup Matseðlagerð Afgreiða mat í hádegi Góður leiðtogi Geta unnið vel í hóp Menntunar- og hæfniskröfur Sveinsbréf í matreiðslu Æskilegt að viðkomandi hafi lokið meistaraskólanum. Fríðindi í starfi: Já Umsóknir sendist á netfangið: maggi@retturinn.is Nánari upplýsingar gefur Magnús í síma: 898-6997 Rétturinn býður upp á vandaðan heimilsmat í hádeginu alla virka daga. Hundruðir gesta heimsækja Réttinn daglega og við sendum einnig mat út til fyrirtækja í Reykjanesbæ.
17 Sep, 2023
Körfuboltatímabilið er að hefjast nú þegar fótboltasumrinu er við það að ljúka. Rétturinn framlengdi nýverið samstarfs- og styrktarsamningi sínum við Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Rétturinn og Njarðvík hafa nú starfað saman til fjölda ára en við á Réttinum erum einkar stolt af því að geta veitt íþróttalífinu á Suðurnesjum okkar liðsinnni. Það var Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sem leit við hjá okkur í vikunni þegar við endurnýjuðum samninginn við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Baráttukveðjur inn í komandi leiktíð - áfram íþróttir!
Fleiri færslur
Share by: