Við hjá Réttinum höfum gert nýjan samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur og leggjum okkar lóð á vogarskálar þeirra við undirbúninginn fyrir komandi knattspyrnutímabil.
Rétturinn og Knattspyrnan í Keflavík hafa átt í löngu og góðu samstarfi enda hverjum íþróttamanni mikilvægt að fá holla og staðgóða næringu eins og boðið er upp á hjá okkur á Réttinum alla virka daga.
Karl Magnússon nýr framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildarinnar leit við hjá okkur þar sem nýr samningur var festur á blað og farið yfir boltasumarið sem er á næstu grösum. Við treystum því að Keflvíkingar leggji allt í sölurnar og láti vel fyrir sér finna í boltanum.
Íþróttir efla alla dáð…með réttu næringunni
Fleiri fréttir